Fara í efni

Lindargata 3

Byggingarár: 1835

Heiti: Tindastóll

Hönnuður

Fyrsti eigandi: Halldór Stefánsson frá Víðimýri

Lindargata 3. SFA 2018.

Saga: Húsið við Lindargötu 3 sem nefnist Tindastóll var endurreist á Sauðárkróki árið 1884 en það stóð upphaflega í Grafarósi og reis þar árið 1835. Húsið var flutt sjóveginn á flekum yfir á Sauðárkrók en það var Halldór Stefánsson sem keypti það til flutnings og Ólafur Briem reisti það. Tindastóll er eitt af elstu húsum bæjarins sem enn stendur en það hefur verið gert upp í upprunalegum stíl og gegnir nú hlutverki hótels. Fyrir 1940 var gluggagerð breytt og húsið klætt með hömruðu járni. Endurbygging hússins hófst árið 1999. Árið 2008 var byggð viðbygging til vesturs. Húsið er fast upp við Lindargötu 1 (Sólarborg). Þegar það hús var byggt árið 1942 var Hótel Tindastóll í slæmu ástandi og til stóð að rífa það. Þetta útskýrir nálægð þessara tveggja húsa. Í dag eru húsin samnýtt.

Tindastóll um aldamótin 1900. Mynd úr safni HSk. Fol 1158.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - 19. aldar timburhús. Húsið er gott dæmi um dansk-íslenska húsgerð.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - ÍHúsið hefur mikið gildi sem eitt af elstu og myndarlegustu húsum bæjarins ásamt því að tilurð þess er nokkuð óvenjuleg.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er mikilvægur hluti elstu byggðar Lindargötu. Það stendur mun aftar í lóðinni en húsin
        sitthvorum megin sem fyrir vikið skyggja á það. Húsið geldur fyrir nálægð sína við Lindargötu 1.
      • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur verið endurgert í upprunalegri mynd.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ásigkomulagi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, upprunaleika, og menningarsögu.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu