Byggingarár: 1927
Heiti: Hyrna
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Sigurður Pétursson
Saga: Hyrna við Kambastíg 1 er timburhús byggt árið 1927 af Sigurði Péturssyni. Húsið hefur tekið töluverðum breytingum frá upphaflegri gerð en bæði hefur það verið lengt til norðurs og breikkað til vesturs. Þá hefur inngönguskúr á norðurgafli verið fjarlægður, húsið verið forskalað og gluggagerð tekið breytingum og þeim fjölgað. Útidyrahurð er nú á austurhlið hússins og steyptar tröppur og stigapallur þar framan við. Óvíst er hvenær þessar breytingar hafa átt sér stað.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Látlaust og einfalt timburhús frá 20. öld en breytingar hafa rýrt gildi þess.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Dæmi um hús alþýðufólks frá fyrri hluta 20. aldar.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti sérstæðrar götumyndar í Kristjánsklauf.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur breyst töluvert. Forskalað.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi vegna menningarsögu og er hluti sérstakrar götumyndar Kristjánsklaufar.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu