Fara í efni

Aðalgata 16

Byggingarár: 1887

Heiti: Laufás

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Vigfús Guðmundsson Melsteð

Aðalgata 16. SFA 2018.

Saga: Timburhúsið Laufás við Aðalgötu 16 var reist af Vigfúsi Guðmundssyni Melsteð. Bygging þess fór fram á árunum 1887-1890. Lóðin var útmæld og efniviður keyptur og smíði hafin árið 1887. En var ekki að fullu lokið fyrr en árið 1890. Húsið var fyrst notað sem sýslumannsbústaður, síðar gegndi það hlutverki íbúðar, verslunar og þjónustu. Laufás tók nokkrum breytingum í gegnum tíðina og var húsið meðal annars stækkað og bætt við það kvist að framan og byggt við það að aftan. Húsið brann síðan árið 2008 og var endurbyggt í nokkurn veginn upprunalegum stíl ári síðar. Í dag er þar veitingastaðurinn Kaffi Krókur restaurant.

Laufás um aldamótin 1900. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Endurbyggt 2008 og eldri stíll hafður að leiðarljósi (eitt afbrigði dansk-íslenskrar gerðar).
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Sýslumannshús um árabil og hýsti síðar ýmsa verslun og þjónustu. Þarna bjuggu margir þekktir einstaklingar svo sem Gunnþórunn Sveinsdóttir, Frank Michelsen og Valgard Claessen.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Fellur vel að götumyndinni.
      • Upprunalegt gildi - Lágt - Var endurbyggt eftir bruna (2008) og þá leitast við að byggja í upprunalegum stíl en lítið nýtt af
        upprunalegu efni hússins.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Endurbyggt 2008.
      • Varðveislugildi - Hátt - Varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu