Byggingarár: 1947
Heiti: Lindargata 15
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Kristinn Gunnlaugsson
Saga: Lindargata 15 er tveggja hæða steinsteypt hús byggt árið 1947. Húsið hefur lítið breyst frá upphaflegu útliti.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Ber einkenni fúnksjonalisma (horngluggar, valmaþak).
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið sérstakt menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er hluti götumyndar við Lindargötu og frekar lítið áberandi miðað við stærð.
- Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ásigkomulagi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur helst varðveislugildi vegna upprunaleika og sem dæmi um steinsteypt hús frá miðri 20.
öld.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu