Fara í efni

Lindargata 15

Byggingarár: 1947

Heiti: Lindargata 15

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Kristinn Gunnlaugsson

Lindargata 15. SFA 2018.

Saga: Lindargata 15 er tveggja hæða steinsteypt hús byggt árið 1947. Húsið hefur lítið breyst frá upphaflegu útliti.

Lindargata 15 nær, Lindargata 17 fjær. Mynd frá 1987 úr safni Marteins Steinssonar sem varðveitt er í HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Ber einkenni fúnksjonalisma (horngluggar, valmaþak).
   • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið sérstakt menningarsögulegt gildi.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er hluti götumyndar við Lindargötu og frekar lítið áberandi miðað við stærð.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið hefur lítið breyst.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ásigkomulagi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur helst varðveislugildi vegna upprunaleika og sem dæmi um steinsteypt hús frá miðri 20.
    öld.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu