Fara í efni

Aðalgata 13

Byggingarár: 1897

Heiti: Víðimýri, Björns smiðshús

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Björn Stefánsson

Aðalgata 13. SFA 2018.

Saga: Víðimýri er portbyggt timburhús sem stendur við Aðalgötu 13 og var byggt árið 1897 af Birni Stefánssyni trésmið frá Kirkjuskarði. Húsið hefur tekið nokkrum breytingum frá upprunalegu útliti sínu. Um tíma var það klætt bárujárni en síðar hefur húsið verið múrhúðað. Gluggagerð hefur einnig tekið breytingum. Búið er að klæða norðurhlið hússins með lóðréttri timburklæðningu. Jafnframt hafa verið settir gluggar, á sömu hlið, líkt þeim sem voru upprunalega á húsinu.

Brot úr yfirlitsmynd tekin stuttu eftir að húsið er byggt. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Ósamræmi í ytri klæðningu og gluggagerð. Húsið heldur formi byggingarstílsins (einfalt 19. aldar timburhús) þrátt fyrir breytingar.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af eldri húsum bæjarins, íbúðarhús.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti götumyndar, vestan megin í Aðalgötu.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur breyst nokkuð frá upprunalegu útliti, ólík gluggagerð hefur þar mikið að segja. Einnig múrhúðun í stað timburklæðningar.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er múrhúðað.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu