Fara í efni

Lindargata 17

Byggingarár: 1945

Heiti: Lindargata 17

Hönnuður: Guðmundur Sigurðsson

Fyrsti eigandi: Sigurður Þorkelsson

Lindargata 17. SFA 2018.

Saga: Lindargata 17 er steinsteypt hús byggt árið 1945. Húsið hefur lítið breyst nema það hefur verið klætt að utan með bárujárn. Varð fyrir miklum skemmdum í aurskriðu sem féll úr hlíðinni árið 2007. Húsið stendur autt.

Lindargata 15 nær, Lindargata 17 fjær. Mynd frá 1987 úr safni Marteins Steinssonar sem varðveitt er í HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Dæmigert steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Staðsetning og stærð glugga rýrir ásýnd hússins.
   • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið sérstakt menningarsögulegt gildi.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar við Lindargötu. Lokar götunni í norðri.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur lítið verið breytt en hefur verið klætt með bárujárni.
   • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið er illa farið eftir aurskriðu sem féll á húsið árið 2007.
   • Varðveislugildi - Lágt - Húsið er illa farið og til stendur að rífa það.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu