Fara í efni

Aðalgata 25a

Byggingarár: 1960

Heiti: Rafstöðvarhús

Fyrsti eigandi: Rafmagnsveitur ríkisins

Hönnuður: Sigurður S. Thoroddsen

Aðalgata 25a. SFA 2018.

Saga: Húsið sem stendur við Aðalgötu 25a var byggt árið 1948 sem rafstöðvarhús vegna Gönguskarðárvirkjunar. Fyrst um sinn var einungis ein álma en síðar var byggð önnur álma af svipaðri stærð byggð árið 1961. Í dag er engin starfsemi í húsinu.

Rafstöðvarhús um 1950. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Stílhreint steinsteypt iðnaðarhúsnæði. Að öllum líkendum er höfundur hér Sigurður S. Thoroddsen.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Frá upphafi hönnuð sem rafstöðvarbygging. Er nú nýtt sem geymsla en hugmyndir hafa verið uppi um að nýta húsið sem safn. Skipti sköpun fyrir þróun byggðar að hafa tryggan aðgang að rafmagni.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið er hluti af götumynd nyrsta hluta bæjarins. Þetta hús, ásamt íbúðarhúsi norðan við, mynda ákveðna heild en þau standa samt sem áður á milli tveggja eldri timburhúsa frá aldamótum 1900.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Hefur lítið breyst. Viðbygging í góðu samræmi við upprunalegu bygginguna.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Varðveislugildi í meðallagi, er hluti af ásýnd götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu