Fara í efni

Skógargata 5

Byggingarár: 1898

Heiti: Seyla

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Jakobína Ólafsdóttir

Skógargata 5. SFA 2018.

Saga: Jakobína Ólafsdóttir lét reisa húsið Seylu við Skógargötu 5 árið 1898. Þetta er lítið timburhús sem var fyrst um sinn kallað Kassinn eða „Rúsínukassinn“. Húsið var forskalað einhverntíma fyrir 1960. Búið er að breyta gluggagerð. 

Skógargata 5 úr yfirlitsmynd frá um 1910-1912. Seyla er til vinstri með gluggalausan suðurstafn. Úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - 19. aldar timburhús af lágrisgerð en hefur misst töluvert karekter sinn með seinni tíma breytingum
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Með eldri húsum bæjarins.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Hluti þyrpingu 19. aldar húsa sem eru lítil og látlaus. Þau raðast á óskipulagðan máta vestan megin götunnar. Merkar leifar 19. aldar þorpsins og eldra skipulags.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst að formi til en hefur tekið nokkrum útlitsbreytingum sem rýra upprunalegt gildi hússins. 
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið haldið við.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs og er mikilvægur hluti götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu