Byggingarár: 1888
Heiti: Svangrund
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Kristján Guðmundsson
Saga: Húsið Svangrund við Aðalgötu 17 er timburhús byggt árið 1888 af Kristjáni Guðmundssyni skipasmið. Af ljósmyndum frá því í kringum 1920 má sjá að þá er búið að klæða húsið með bárujárni á suðurhlið en hömruðu járni á austurhlið. Tveir steyptir reykháfar verið settir og þak klætt með bárujárni. Í kringum 1960 virðist vera búið að forskala austurhliðina og steypa útitröppur sem vísa fram á götu. Búið er að múra steinhleðslu í undirstöðu og breyta glugga- og hurðagerð. Í dag er búið að fjarlægja steyptu tröppurnar og setja timburtröppur og handrið við. Engir strompar eru sjáanlegir og búið er að klæða húsið með bárujárni.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið hefur nokkuð dæmigert útlit fyrir byggingarstílinn (timburhús af dansk-íslenskri gerð).
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af eldri húsum bæjarins. Hefur gegnt ýmsum hlutverkum, svo sem brennivínssala, geymsla, gærusöltun og handverkssala.
- Umhverfisgildi - Hátt - Mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst í aðalatriðum, klæðning og gluggagerð hefur lítillega breyst og byggt við húsið til norðurs.
- Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í ágætu ásigkomulagi.
- Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu