Fara í efni

Aðalgata 17

Byggingarár: 1888

Heiti: Svangrund

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Kristján Guðmundsson

Aðalgata 17. SFA 2018.

Saga: Húsið Svangrund við Aðalgötu 17 er timburhús byggt árið 1888 af Kristjáni Guðmundssyni skipasmið. Af ljósmyndum frá því í kringum 1920 má sjá að þá er búið að klæða húsið með bárujárni á suðurhlið en hömruðu járni á austurhlið. Tveir steyptir reykháfar verið settir og þak klætt með bárujárni. Í kringum 1960 virðist vera búið að forskala austurhliðina og steypa útitröppur sem vísa fram á götu. Búið er að múra steinhleðslu í undirstöðu og breyta glugga- og hurðagerð. Í dag er búið að fjarlægja steyptu tröppurnar og setja timburtröppur og handrið við. Engir strompar eru sjáanlegir og búið er að klæða húsið með bárujárni. 

Svangrund um 1900. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið hefur nokkuð dæmigert útlit fyrir byggingarstílinn (timburhús af dansk-íslenskri gerð).
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Eitt af eldri húsum bæjarins. Hefur gegnt ýmsum hlutverkum, svo sem brennivínssala, geymsla, gærusöltun og handverkssala.
   • Umhverfisgildi - Hátt - Mikilvægur hluti götumyndar vestan Aðalgötu.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur lítið breyst í aðalatriðum, klæðning og gluggagerð hefur lítillega breyst og byggt við húsið til norðurs.
   • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í ágætu ásigkomulagi.
   • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu