Fara í efni

Aðalgata 16b

Byggingarár: 1946

Heiti: Aðalgata 16b

Hönnuður: Sigurður Jóhannsson

Fyrsti eigandi: Kaupfélag Skagfirðinga

Aðalgata 16b. SFA 2018.

Saga: Árið 1946 lét Kaupfélag Skagfirðinga byggja tveggja hæða steinsteypt hús til vörugeymslu. Húsið hefur ekki tekið miklum breytingum frá upphaflegri gerð en það gegndi hlutverki Minjahúss Skagfirðinga á árunum 1996 - 2017. Á því tímabili var byggt andyri með bogadregnu þaki framan á húsið. Húsið er nú aftur komið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Aðalgata 16b kringum 1960. Ljósmyndari Stefán Pedersen. Mynd í safni HSk.

 Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Húsið er byggt sem vörugeymsla og hefur lítið varðveislugildi út frá sjónarmiði byggingarlistar.
   • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Húsið var lengst af vörugeymsla en seinna gegndi það hlutverki Minjahúss.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið lokar sjónlínu frá Aðalgötu niður að sjó og er stór hluti af rýmismyndun milli Aðalgötu 14 og 16.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur haldið formi sínu og ekki tekið stórvægilegum breytingum en þær breytingar hafa þó
    heldur rýrt varðveislugildi hússins.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er sterkbyggt en þarfnast viðhalds.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu