Byggingarár: 1954
Heiti: Aðalgata 10b
Hönnuður: Mikael Jóhannesson
Fyrsti eigandi: Konráð Þorsteinsson
Saga: Húsið Aðalgata 10b er steinsteypt þriggja hæða hús sem var reist árið 1954 af Konráð Þorsteinssyni en húsið teiknaði Mikael Jóhannesson. Húsið var upphaflega verslunarhúsnæði, ein hæð með bráðabirgða þaki en á næstu þremur árum voru efri hæðir hússins og stigagangur byggt og hefur húsið tekið litlum breytingum síðan þá. Endurbætur standa nú (2018-2019) yfir á húsinu þar sem verið er að skipta um glugga og laga múrskemmdir. Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi á neðstu hæðinni en íbúðir á þeim efri. Um miðbik 20. aldar voru stór steinsteypt hús byggð fyrir framan eldri hús á svæðinu Aðalgötu 10 til 14. Líklega hefur hugmyndin verið sú að fjarlægja skyldi eldri húsin en það var ekki gert. Fyrir verður götumyndin á þessum parti klúðursleg.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Steinsteypuhús frá miðri 20. öld með einkenni sem svipar til módernisma, t.d. einhalla þak.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Byggt sem verslunar- og íbúðarhús.
- Umhverfisgildi - Lágt - Húsið brýtur hlutföll við Aðalgötuna vegna hæðar sinnar. Var byggt ofan í Deild og var aldrei klárað til
austurs, þar sem Deild (Aðalgata 10) hefur ekki verið rifin eins og upphaflega var ætlað. - Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur lítið sem ekkert verið breytt.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Viðhald stendur yfir.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi en hefur frekar neikvæð áhrif á götumynd vegna stærðar og staðsetningar þar sem það er byggt ofan í eldra hús.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu