Fara í efni

Aðalgata 24

Byggingarár: 1925

Heiti: Sláturfélagshús, Salthúsið

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Sláturfélag Skagfirðinga

Aðalgata 24. SFA 2018.

Saga: Hús þetta fær byggingarár 1900 í fasteignaskrá en það stenst þó ekki miðað við myndir og kort frá þeim tíma. Húsið er byggt á árabilinu 1928-1935 líklegast í tengslum við síldarsöltunarplan sem stendur þá neðan við húsið. Það hefur stundum verið kallað "salthúsið" sem styður við þá kenningu. Fyrirtækið Tengill (rafmagnsverktaki) eignaðist húsið og starfrækti þar verkstæði um tíma en í dag hýsir það Lundasafn ásamt því að vera vinnustöð Skottu ehf.

Húsið við bryggjuna. Brot úr ljósmynd sem er tekin um 1930. Úr safni HSk.

Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Einfalt steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Húsið var reist í tengslum við síldarsöltun á staðnum. Húsið hefur verið notað sem iðnaðar- og geymsluhúsnæði en hýsir í dag Lundasafn.
   • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið stendur við Strandveginn, eitt þeirra húsa sem byggð voru sem iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Styrkir ekki umhverfisgildi svæðisins.
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Form hússins hefur haldið sér en gluggar og hurðir hafa breyst.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í ágætu ástandi en þarfnast viðhalds.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Hús í þokkalegu ástandi og hefur nokkurt mennigarsögulegt gildi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu