Allar opinberar stofnanir og embætti ríkis og sveitarfélaga ásamt fyrirtækjum í eigu hins opinbera óháð rekstrarformi (hf, ehf, ohf) eru afhendingarskyldir aðilar. Í Skagafirði afhenda sveitarfélögin og undirstofnanir þeirra ásamt þeim lögaðilum sem eru að 51% hluta í eigu sveitarfélags/-a, gögn til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Héraðsskjalasafnið veitir opinberum aðilum ráðgjöf varðandi skjalavörslu og bendum þessum aðilum að hafa samband við starfsmenn safnsins. Safnið hefur einnig staðið fyrir námskeiðum í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands og bendum aðilum á hvar hægt sé að leita frekari upplýsinga.