Byggingarár: 1880
Heiti: Melsteðshús
Hönnuður:
Fyrsti eigandi:
Saga: Húsið er byggt árið 1880 af Carl Holm verslunarþjóni við Poppsverslun. Vigfús Guðmundsson Melsteð söðlasmiður og síðar hreppstjóri eignaðist húsið og kom nafnið Melsteðshús til vegna þess. Melsteðshús er fyrsta hreppstjórasetur á Sauðárkróki og var þar einnig fyrsta póstafgreiðsla bæjarins. Byggt hefur verið við húsið til vesturs og síðan kemur forstofubygging út frá þeirri viðbyggingu. Fyrri forstofubygging var flutt á suðurstafn hússins. Húsið hefur verið klætt með hömruðu járni nema forstofa á vesturhlið er klædd með liggjandi timburklæðningu. Einnig var, á einhverjum tímapunkti, settur kvistur í þakflöt að austanverðu en það skortir ljósmyndir og aðrar heimildir um tímasetningu.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Húsið er 19. aldar timburhús af dansk-íslenskri gerð. Húsið er ágætur fulltrúi þess byggingarstíls.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Eitt af elstu húsum bæjarins. Íbúðarhús, fyrsta hreppstjórasetur á Sauðárkróki og jafnframt var fyrsta póstafgreiðslan til húsa hér.
- Umhverfisgildi - Hátt - Hluti þyrpingu 19. aldar timburhúsa sem eru lítil og látlaus. Merkar leifar 19. aldar þorpsins og eldra
skipulags. - Upprunalegt gildi - Miðlungs - Aðalhúsið hefur haldið sér að forminu til en byggt hefur verið við það. Húsið klætt hömruðu járni.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og
umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu