Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968 og hefur um haft aðsetur sitt í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Listasafnið hefur staðið fyrir fjölmörgum sýningum í gegnum tíðina. Listasafnið fær ekki fast rekstrarfé frá sveitarfélaginu heldur er listasafnið rekið fyrir það fé sem fæst fyrir útleigu á listaverkum safnsins. Reksturinn felst aðallega í umsýslu vegna leigu. Nú er lögð áhersla á að nota féð til að hlúa að safninu, þ.e. viðhald, forvörslu og að koma upp viðeigandi geymslu. Héraðsskjalavörður Skagfirðinga, Sólborg Una Pálsdóttir, veitir listasafninu forstöðu og er í forsvari fyrir það.