Við boðum ljósmyndagreiningu á fimmtudaginn 9. október kl. 14 á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú ætlum við að reyna við óþekkta einstaklinga úr ljósmyndasafni Feykis. Sem fyrr er hægt að forskoða myndirnar á heimasíðunni. Sjáumst hress!
Starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ætla leggja land undir fót og skella sér á norræna ráðstefnu um skjalamál. Fyrir vikið verður safnið lokað dagana 15.-18. september. Opnum aftur föstudaginn 19. september.