Fyrsti ljósmyndagreiningarfundur á nýju ári verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 9. janúar kl. 14:00. Að þessu sinni skoðum við myndir sem taldar eru vera komnar frá Kára Jónssyni og Kristjáni C. Magnússyni en auðvitað skoðum við nokkrar frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Jólahlaðvarpið að þessu sinni er spjall við Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara að Löngumýri. Við ræðum um minningar Gunnars af jólahaldi á æskuheimili hans, Hrauni á Skaga, en einnig upplifun hans af jólahaldi erlendis. Með hlaðvarpinu senda starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ykkur hlýjar jólakveðjur.