Fara í efni

Fréttir

Ljósmyndagreining í mars
11.03.2025

Ljósmyndagreining í mars

Minnum á ljósmyndagreiningarfund sem verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 13. mars kl. 14:00. Eins og oft áður ætlum við að skoða myndir frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Lokað vegna jarðarfarar
21.02.2025

Lokað vegna jarðarfarar

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður lokað eftir hádegi þann 21.2.2025 vegna jarðarfarar Gísla Þórs Ólafssonar sem vann um árabil á safninu. Vottum fjölskyldu Gísla samúð okkar.
Ljósmyndagreining í febrúar
12.02.2025

Ljósmyndagreining í febrúar

Minnum á ljósmyndagreiningarfund sem verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 14:00. Eins og oft áður ætlum við að skoða myndir frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Starfsmenn á skyndihjálparnámskeið
03.02.2025

Starfsmenn á skyndihjálparnámskeið

Viljum vekja athygli á því að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga opnar kl. 11 í stað kl. 9 alla þessa viku (3. febrúar til 7. febrúar) því starfsmenn eru á skyndihjálparnámskeiði.
Ljósmyndagreining í janúar
07.01.2025

Ljósmyndagreining í janúar

Fyrsti ljósmyndagreiningarfundur á nýju ári verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 9. janúar kl. 14:00. Að þessu sinni skoðum við myndir sem taldar eru vera komnar frá Kára Jónssyni og Kristjáni C. Magnússyni en auðvitað skoðum við nokkrar frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Jólahlaðvarp 2024
20.12.2024

Jólahlaðvarp 2024

Jólahlaðvarpið að þessu sinni er spjall við Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara að Löngumýri. Við ræðum um minningar Gunnars af jólahaldi á æskuheimili hans, Hrauni á Skaga, en einnig upplifun hans af jólahaldi erlendis. Með hlaðvarpinu senda starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ykkur hlýjar jólakveðjur.
Helgileikur
06.12.2024

Ljósmyndagreining í desember

Þá er komið að næstu ljósmyndagreiningu. Ætlunin er að halda greiningarfund í Héraðsskjalasafninu þann 12. desember kl. 14:00. Á fundinum ætlum við að rýna ljósmyndir úr safni Stefáns Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Vonandi sjáum við sem flesta!
Ljósmyndagreining í nóvember
11.11.2024

Ljósmyndagreining í nóvember

Héraðsskjalasafnið ætlar að halda ljósmyndafund næstkomandi fimmtudag, 14. nóvember 2024, kl. 14. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins í Safnahúsi við Faxatorg. Á fundinum ætlum við að rýna ljósmyndir úr safni Stefáns Pedersen og Árna Blöndals.
Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar
07.10.2024

Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar

Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru ófá hlutverkin sem hann söng á sviði. ​Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.
Ráðstefnuferð starfsmanna
18.09.2024

Ráðstefnuferð starfsmanna

Héraðsskjalasafnið verður lokað 18. (frá hádegi), 19. og 20. september. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur mánudaginn 23. september. Ef erindið er brýnt má senda okkur tölvupóst (solborg@skagafjordur.is) og við svörum eftir bestu getu.