Við boðum til ljósmyndagreiningar fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14 á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú erum við byrjuð að greina afar skemmtilegt ljósmyndasafn sem kemur frá Jóa Hansen en skellum nokkrum erfiðum hópmyndum frá Stebba Ped með. Sem fyrr er hægt að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress!
Við boðum ljósmyndagreiningu á fimmtudaginn 9. október kl. 14 á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú ætlum við að reyna við óþekkta einstaklinga úr ljósmyndasafni Feykis. Sem fyrr er hægt að forskoða myndirnar á heimasíðunni. Sjáumst hress!
Starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ætla leggja land undir fót og skella sér á norræna ráðstefnu um skjalamál. Fyrir vikið verður safnið lokað dagana 15.-18. september. Opnum aftur föstudaginn 19. september.
Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2024 er komin út og má nálgast stafrænt afrit af skýrslunni á heimasíðunni. Í ársskýrslunni er farið yfir meginstarfssemi safnsins, helstu verkefni og markmið næsta árs. Þá er einnig farið yfir starfssemi Listasafns Skagfirðinga sem héraðsskjalavörður veitir forstöðu.
Minnum á ljósmyndagreiningarfund sem verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 10. apríl kl. 14:00. Eins og oft áður ætlum við að skoða myndir frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Minnum á ljósmyndagreiningarfund sem verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins, fimmtudaginn 13. mars kl. 14:00. Eins og oft áður ætlum við að skoða myndir frá Stefáni B. Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Sjáumst hress.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður lokað eftir hádegi þann 21.2.2025 vegna jarðarfarar Gísla Þórs Ólafssonar sem vann um árabil á safninu. Vottum fjölskyldu Gísla samúð okkar.