Fara í efni

Fréttir

Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu
02.02.2024

Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga ætlar að halda ljósmyndafund þann 6. febrúar næstkomandi, klukkan 17:00. Ætlunin er að fara yfir ljósmyndasafn Kristjáns C. Magnússonar og kanna hvort gestir geti aðstoðað safnið við að greina myndefnið.
Námskeið í grúski
09.01.2024

Námskeið í grúski

Héraðsskjalasafn og héraðsbókasafn Skagfirðinga ætla að taka höndum saman og halda námskeið í grúski 16., 23. og 30. janúar. Endilega skrá sig með því að hringja í síma 455-6050 eða senda tölvupóst á bokasafn@skagafjordur.is. Námskeið verður haldið í Safnahúsinu. Gott ef þátttakendur geta komið með fartölvu eða spjaldtölvu með sér.
Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2023
19.12.2023

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2023

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga árið 2023. Hér er flutt jólasaga og frásögn Þorsteins Jónssonar eða Þóris Bergssonar (rithöfundarnafn) af æskujólum. Jólahlaðvarpið var að þessu sinni í umsjón Lovísu Jónsdóttur en hún sótti efnivið hlaðvarpsins í handrit Jóns Ormars Ormssonar.
Húsaskrá Akrahrepps
13.12.2023

Húsaskrá Akrahrepps

Út er komin húsaskrá Akrahrepps sem Héraðsskjalasafn Skagfirðinga vann. Upphaflega skyldi þessi húsaskrá styðja við endurskoðun aðalskipulags Akrahrepps en verður nú innlegg í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Archives Portal Europe
21.11.2023

Skráning skjala í evrópska vefgátt

17. nóvember 2023 skrifaði héraðsskjalavörður undir samning við Archives Portal Europe þess efnis að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerir skráningar sínar á skjölum safnsins aðgengilegar í evrópskri vefgátt. Eitt opinbert skjalasafn á Íslandi hefur þegar gert sambærilegan samning, Þjóðskjalasafn Íslands. Í framtíðinni verður því hægt að leita að gögnum safnanna á einum stað. Þetta er einnig frábært tækifæri til að fræðast um aðgengi og stöðlun gagna á evrópska vísu. Nú liggur fyrir vinna við að samræma gögnin okkar svo hægt sé að skoða þau í vefgáttinni.
Tvær nýjar skýrslur um héraðsskjalasöfn
12.05.2023

Tvær nýjar skýrslur um héraðsskjalasöfn

Héraðsskjalasöfn á Íslandi hafa undanfarið verið að vinna að sameiginlegum lausnum varðandi móttöku rafrænna gagna. Þar sem héraðsskjalasöfn hafa verið mikið í umræðunni þótti einnig rétt að kynna fyrir almenningi hlutverk og verkefni safnanna. Afraksturinn eru tvær skýrslur sem eru nú orðnar aðgengilegar, m.a. á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Ljósmynd af Myllu-Kobba
18.01.2023

Nýr hlaðvarpsþáttur: Myllu-Kobbi

Þá er kominn í loftið nýr hlaðvarpsþáttur um Myllu-Kobba í þáttaröð okkar um flakkara og förumenn. Hér rabba Sólborg og Vilborg við Kristínu Sigurrós, okkar helsta sérfræðing um flakkara, um Myllu-Kobba og systur hans Rönku.
Listasafn Skagfirðinga
18.01.2023

Listasafn Skagfirðinga

Á heimasíðu héraðsskjalasafnsins má núna nálgast upplýsingar um Listasafn Skagfirðinga.
Jólahlaðvarp ársins 2022
23.12.2022

Jólahlaðvarp ársins 2022

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs bendum við ykkur á jólahlaðvarpið okkar. Að þessu sinni flytur Vilborg Pétursdóttir frásögn Guðmundar L. Friðfinnssonar af jólum og jólasiðum í upphafi 20. aldar.
Höfnin á Sauðárkróki
27.10.2022

Ný skýrsla. Höfnin á Sauðárkróki

Byggðasafn Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hafa gefið út skýrsluna: Höfnin á Sauðárkróki. Fornleifaskráning og forkönnun húsa. Þessi skýrsla var unnin að beiðni skipulagsfulltrúa í tengslum við deiliskipulagsgerð hafnarsvæðsins.