Fara í efni

Fréttir

Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar
07.10.2024

Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar

Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru ófá hlutverkin sem hann söng á sviði. ​Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.
Ráðstefnuferð starfsmanna
18.09.2024

Ráðstefnuferð starfsmanna

Héraðsskjalasafnið verður lokað 18. (frá hádegi), 19. og 20. september. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur mánudaginn 23. september. Ef erindið er brýnt má senda okkur tölvupóst (solborg@skagafjordur.is) og við svörum eftir bestu getu.
Lýðveldishátíð 17. júní 1944 á Sauðárkróki. Ljósmyndir úr safni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
17.06.2024

Lýðveldishátíð í Skagafirði 17. júní 1944

17. júní 2024 eru 80 ár liðin frá því að Íslendingar héldu mikla lýðveldishátíð. Það er áhugavert að sjá hvernig Skagfirðingar fögnuðu þessum degi.
Ljósmyndagreining - fundur 28. maí
21.05.2024

Ljósmyndagreining - fundur 28. maí

Við ætlum að halda ljósmyndagreiningarfund 28. maí kl. 14:00 í Safnahúsi við Faxatorg. Farið verður yfir ljósmyndir úr safni Stefáns B. Pedersen. Bjóðum eldri borgara sérstaklega velkomna.
Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi
28.04.2024

Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi

Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen stendur nú yfir í Safnahúsi á meðan á Sæluviku stendur.
Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu
02.02.2024

Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga ætlar að halda ljósmyndafund þann 6. febrúar næstkomandi, klukkan 17:00. Ætlunin er að fara yfir ljósmyndasafn Kristjáns C. Magnússonar og kanna hvort gestir geti aðstoðað safnið við að greina myndefnið.
Námskeið í grúski
09.01.2024

Námskeið í grúski

Héraðsskjalasafn og héraðsbókasafn Skagfirðinga ætla að taka höndum saman og halda námskeið í grúski 16., 23. og 30. janúar. Endilega skrá sig með því að hringja í síma 455-6050 eða senda tölvupóst á bokasafn@skagafjordur.is. Námskeið verður haldið í Safnahúsinu. Gott ef þátttakendur geta komið með fartölvu eða spjaldtölvu með sér.
Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2023
19.12.2023

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2023

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga árið 2023. Hér er flutt jólasaga og frásögn Þorsteins Jónssonar eða Þóris Bergssonar (rithöfundarnafn) af æskujólum. Jólahlaðvarpið var að þessu sinni í umsjón Lovísu Jónsdóttur en hún sótti efnivið hlaðvarpsins í handrit Jóns Ormars Ormssonar.
Húsaskrá Akrahrepps
13.12.2023

Húsaskrá Akrahrepps

Út er komin húsaskrá Akrahrepps sem Héraðsskjalasafn Skagfirðinga vann. Upphaflega skyldi þessi húsaskrá styðja við endurskoðun aðalskipulags Akrahrepps en verður nú innlegg í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Archives Portal Europe
21.11.2023

Skráning skjala í evrópska vefgátt

17. nóvember 2023 skrifaði héraðsskjalavörður undir samning við Archives Portal Europe þess efnis að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerir skráningar sínar á skjölum safnsins aðgengilegar í evrópskri vefgátt. Eitt opinbert skjalasafn á Íslandi hefur þegar gert sambærilegan samning, Þjóðskjalasafn Íslands. Í framtíðinni verður því hægt að leita að gögnum safnanna á einum stað. Þetta er einnig frábært tækifæri til að fræðast um aðgengi og stöðlun gagna á evrópska vísu. Nú liggur fyrir vinna við að samræma gögnin okkar svo hægt sé að skoða þau í vefgáttinni.