Fara í efni

Fréttir

Tvær nýjar skýrslur um héraðsskjalasöfn
12.05.2023

Tvær nýjar skýrslur um héraðsskjalasöfn

Héraðsskjalasöfn á Íslandi hafa undanfarið verið að vinna að sameiginlegum lausnum varðandi móttöku rafrænna gagna. Þar sem héraðsskjalasöfn hafa verið mikið í umræðunni þótti einnig rétt að kynna fyrir almenningi hlutverk og verkefni safnanna. Afraksturinn eru tvær skýrslur sem eru nú orðnar aðgengilegar, m.a. á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Ljósmynd af Myllu-Kobba
18.01.2023

Nýr hlaðvarpsþáttur: Myllu-Kobbi

Þá er kominn í loftið nýr hlaðvarpsþáttur um Myllu-Kobba í þáttaröð okkar um flakkara og förumenn. Hér rabba Sólborg og Vilborg við Kristínu Sigurrós, okkar helsta sérfræðing um flakkara, um Myllu-Kobba og systur hans Rönku.
Listasafn Skagfirðinga
18.01.2023

Listasafn Skagfirðinga

Á heimasíðu héraðsskjalasafnsins má núna nálgast upplýsingar um Listasafn Skagfirðinga.
Jólahlaðvarp ársins 2022
23.12.2022

Jólahlaðvarp ársins 2022

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs bendum við ykkur á jólahlaðvarpið okkar. Að þessu sinni flytur Vilborg Pétursdóttir frásögn Guðmundar L. Friðfinnssonar af jólum og jólasiðum í upphafi 20. aldar.
Höfnin á Sauðárkróki
27.10.2022

Ný skýrsla. Höfnin á Sauðárkróki

Byggðasafn Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hafa gefið út skýrsluna: Höfnin á Sauðárkróki. Fornleifaskráning og forkönnun húsa. Þessi skýrsla var unnin að beiðni skipulagsfulltrúa í tengslum við deiliskipulagsgerð hafnarsvæðsins.
Ráðstefnuferð starfsmanna
05.10.2022

Ráðstefnuferð starfsmanna

Héraðsskjalasafnið verður lokað frá 6. og 7. október. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur á mánudaginn 10. október.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað 20. júní
20.06.2022

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað 20. júní

Starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ætla að skella sér á námskeið 20. júní 2022. Safnið verður því lokað þann dag. Mætum spræk og mun fróðari 21. júní.
Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar við störf á vettvangi.
25.04.2022

Byggðasaga Skagafjarðar

Í desember 2021 kom út tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Í tilefni af þessum tímamótum setti héraðsskjalasafnið í samvinnu við héraðsbókasafnið, byggðasafnið og Sögufélag Skagfirðinga upp litla sýningu í Safnahúsinu. Sýningin var opnuð við setningu Sæluvikunnar 24. apríl síðastliðinn. Henni ætlað að gefa almenningi innsýn vinnuna sem liggur að baki þessa mikla verkefnis.
Jólahlaðvarp ársins 2021
16.12.2021

Jólahlaðvarp ársins 2021

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er þetta árið í umsjón Eyrúnar Sævarsdóttur. Hér fjallar hún um sveitablöð og les upp jólasögu sem birtist í sveitablaðinu Viðari (úr Viðvíkursveit) um áramótin 1915-1916. Eyrún fær einnig til sín gesti sem rýna í söguna og tíðaranda hennar.
Ljósmyndasafn Feykis
10.12.2021

Ljósmyndasafn Feykis

Við ætlum að ljúka afmælisári Feykis með því að gera aðgengilegt ljósmyndasafn Feykis. Við erum enn að bæta við upplýsingum um myndirnar. Ef þið hafið ábendingar um myndirnar megið þið gjarnan senda okkur línu: skjalasafn@skagafjordur.is.