Fara í efni

Fréttir

Ráðstefnuferð starfsmanna
05.10.2022

Ráðstefnuferð starfsmanna

Héraðsskjalasafnið verður lokað frá 6. og 7. október. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur á mánudaginn 10. október.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað 20. júní
20.06.2022

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga lokað 20. júní

Starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ætla að skella sér á námskeið 20. júní 2022. Safnið verður því lokað þann dag. Mætum spræk og mun fróðari 21. júní.
Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar við störf á vettvangi.
25.04.2022

Byggðasaga Skagafjarðar

Í desember 2021 kom út tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Í tilefni af þessum tímamótum setti héraðsskjalasafnið í samvinnu við héraðsbókasafnið, byggðasafnið og Sögufélag Skagfirðinga upp litla sýningu í Safnahúsinu. Sýningin var opnuð við setningu Sæluvikunnar 24. apríl síðastliðinn. Henni ætlað að gefa almenningi innsýn vinnuna sem liggur að baki þessa mikla verkefnis.
Jólahlaðvarp ársins 2021
16.12.2021

Jólahlaðvarp ársins 2021

Jólahlaðvarp Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er þetta árið í umsjón Eyrúnar Sævarsdóttur. Hér fjallar hún um sveitablöð og les upp jólasögu sem birtist í sveitablaðinu Viðari (úr Viðvíkursveit) um áramótin 1915-1916. Eyrún fær einnig til sín gesti sem rýna í söguna og tíðaranda hennar.
Ljósmyndasafn Feykis
10.12.2021

Ljósmyndasafn Feykis

Við ætlum að ljúka afmælisári Feykis með því að gera aðgengilegt ljósmyndasafn Feykis. Við erum enn að bæta við upplýsingum um myndirnar. Ef þið hafið ábendingar um myndirnar megið þið gjarnan senda okkur línu: skjalasafn@skagafjordur.is.
Móttaka og varðveisla rafrænna gagna
23.08.2021

Móttaka og varðveisla rafrænna gagna

Héraðsskjalasöfnin á Norðurlandi vestra tóku höndum saman og unnu skýrslu um móttöku og varðveislu rafrænna/stafrænna gagna.
Samantekt um eftirlitskönnun í Skagafirði
23.08.2021

Samantekt um eftirlitskönnun í Skagafirði

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga sendi út eftirlitskönnun meðal afhendingraskyldra aðila innan sveitarfélaganna í Skagafirði árið 2020.
Héraðsskjalasafnið verður lokað 12.07 til 23.07
09.07.2021

Héraðsskjalasafnið verður lokað 12.07 til 23.07

Lokað verður á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga 12. til 23. júlí vegna sumarorlofs starfsmanna. Opnum aftur mánudaginn 26. júlí.
Staðsetning örnefna
09.06.2021

Staðsetning örnefna

Starfsmenn Landmælinga Íslands komu við á safninu til að kenna okkur að staðsetja örnefni á kortavefsjá Landmælinga. Við vildum fylgja eftir góðu fordæmi Fljótamanna sem vinna nú að því að staðsetja örnefni í sinni heimabyggð. Við bjóðum nú fólki aðstoð við að koma inn upplýsingum um örnefni í gagnagrunna Landmælinga. Endilega hafið samband við okkur ef þið getið lagt okkur lið við að viðhalda þessari mikilvægu þekkingu.
Kort úr fórum sýslunefndar af Vallarneslandi
03.06.2021

Skráning á gögnum sýslunefndar

Um þessar mundir stendur yfir skráning á gögnum sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Sýslunefndir urðu til í kjölfar þess að í maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi og komust þá amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar. Sýslunefnd skipuðu að öllu jöfnu 6-10 fulltrúar sem kosnir voru af sveitarfélögum. Gögn sýslunefndar eru mjög umfangsmikil og höfðu þau áður verið forskráð í safninu en nú stendur yfir yfirfærsla þeirra í Atóm sem er það skráningarkerfi sem safnið notar í dag. Um er að ræða fundargerðabækur, erindi og bréf til nefndarinnar, skrá yfir verkfæra menn í sýslunni, bókhaldsgögn og fleira. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988 og spanna gögnin því rúmlega 100 ára tímabil.