12.05.2023
Tvær nýjar skýrslur um héraðsskjalasöfn
Héraðsskjalasöfn á Íslandi hafa undanfarið verið að vinna að sameiginlegum lausnum varðandi móttöku rafrænna gagna. Þar sem héraðsskjalasöfn hafa verið mikið í umræðunni þótti einnig rétt að kynna fyrir almenningi hlutverk og verkefni safnanna. Afraksturinn eru tvær skýrslur sem eru nú orðnar aðgengilegar, m.a. á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.