Fara í efni

Fréttir

Safnamál aðgengileg á heimasíðunni
23.10.2020

Safnamál aðgengileg á heimasíðunni

Á árunum 1977 til 1994 gáfu söfnin í Skagafirði út blaðið Safnamál. Í því er að finna yfirlit yfir starfsemi safnanna ásamt ýmsum fróðleik um skjöl og gripi sem þau varðveita. Nú hefur Héraðsskjalasafn Skagfirðinga skannað inn blöðin og gert þau leitarbær.
Upptaka útgáfuhófs Sögufélags Skagfirðinga
14.10.2020

Upptaka útgáfuhófs Sögufélags Skagfirðinga

Nú er hægt að hlýða á þau ávörp sem flutt voru í hófi Sögufélags Skagfirðinga vegna útgáfu Skagfirðingabókar 2020 á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Til máls tóku Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson, Birgir Guðjónsson og Sólborg Una Pálsdóttir.
Hjalti Pálsson:
08.10.2020

Hjalti Pálsson: "Um Skagfirðingabók 2020"

Ávarp Hjalta Pálsson í hófi Sögufélags Skagfirðinga í tilefni af útgáfu Skagfirðingabókar 2020. Útgáfuhófið var haldið 03.10.2020.
Prófa Hlaðvarp
08.10.2020

Prófa Hlaðvarp

test
Skjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara
02.10.2020

Skjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hefur lokið við að skrá einkaskjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki. Í skjalasafni Guðjóns má finna mikið magn ljósmynda og skjala sem tengjast þátttöku hans í félagsmálum í Skagafirði. Í tilefni af útgáfu Skagfirðingarbókar 2020 er skjalaskráin og ljósmyndir hans gerðar aðgengilegar á skráningarsíðu safnsins.
Safnahús lokar 24. mars
23.03.2020

Safnahús lokar 24. mars

Safnahúsinu verður lokað frá þriðjudeginum 24. mars til 14. apríl eða þar til yfirvöld aflétta lokuninni. Því verður ekki hægt að heimsækja Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og skoða safnkostinn né koma með skjalaafhendingar. Starfsmennirnir munu þó enn standa vaktina og reyna svara öllum þeim fyrirspurnum sem til okkar berast. Hægt er að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið skjalasafn@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6075. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/22/Hertar-takmarkanir-a-samkomum-morkin-sett-vid-20-manns/
Héraðsskjalasafnið lokað í dag, 14. febrúar, vegna veðurs
14.02.2020

Héraðsskjalasafnið lokað í dag, 14. febrúar, vegna veðurs

Enn og aftur er vont veður að stríða okkur. Höfum skrifstofuna lokaða í dag en tökum við fyrirspurnum í gegnum tölvupóstfangið solborg@skagafjordur.is og í síma 862-4353.
Héraðsskjalasafnið lokað í dag vegna veðurs
09.01.2020

Héraðsskjalasafnið lokað í dag vegna veðurs

Vonda veðrið er að stríða okkur þessa dagana. Héraðsskjalasafnið verður lokað í dag, 9. janúar 2020, en við reynum okkar besta til að svara erindum ykkar í gegnum tölvupóstfangið skjalasafn@skagafjordur.is.
Skertur opnunartími næstu daga
20.02.2019

Skertur opnunartími næstu daga

Starfsmenn héraðsskjalasafnsins munu taka þátt í námskeiði um forvörslu og neyðaráætlanir á söfnum dagana 21. og 22. febrúar. Fyrir vikið verður takmörkuð þjónusta á safninu. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skjalasafn@skagafjordur.is.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir ráðin sem skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
19.02.2019

Kristín Sigurrós Einarsdóttir ráðin sem skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.