Fara í efni

Fréttir

Skjalaverðir í fræðsluferð
24.09.2018

Skjalaverðir í fræðsluferð

Vikuna 24. til 28. september eru skjalaverðir frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga í fræðsluferð í Skotlandi. Þjónusta við gesti er því skert. Öllum tölvupósti er svarað en ef gestir þurfa að komast í skjöl safnsins biðjum við þá að hafa biðlund og koma aftur í næstu viku.
Kynning á bókinni Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
27.10.2017

Kynning á bókinni Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Mánudaginn 30. október kl. 12 ætlar dr. Vilhelm Vilhelmsson að heimsækja okkur í Safnahúsið og kynna nýju bókina sína sem nefnist Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Allir velkomnir.
Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2016
10.07.2017

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2016

Nú er hægt að nálgast ársskýrslu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016. Í skýrslunni er farið yfir starfssemina og sérverkefni.
Afmælishátíð 7. maí
02.05.2017

Afmælishátíð 7. maí

Sögufélag Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga eiga stórafmæli í ár og ætla að því tilefni að halda málþing í Miðgarði 7. maí næstkomandi.
Ársskýrsla 2015
20.06.2016

Ársskýrsla 2015

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er komin út þar sem farið er yfir starfssemina og sérverkefni.
Kort B
18.05.2016

Lítil kortasaga – menningarlandslag í skjölum

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum í dag ætlum við að beina augum okkar að þema ársins sem er menningarlandslag.
Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafnsins
18.11.2015

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafnsins

Viljum benda á að endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.
Safnahúsið
28.10.2015

Safnahúsið opnar

Safnahús Skagfirðinga verður opnað næstkomandi föstudag 30. október, eftir miklar framkvæmdir, og verður nýja lyftan þá tekin formlega í notkun. Húsið verður til sýnis milli kl 16 og 18 og eru allir velkomnir að koma og skoða endurbæturnar.
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015
17.04.2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Samkvæmt venju mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni þetta árið og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Ársskýrsla 2014
01.04.2015

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins komin út

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er komin út þar sem farið er yfir starfssemina og sérverkefni.