Fara í efni

Fréttir

Feykir í 40 ár - Berglind Þorsteinsdóttir
27.04.2021

Feykir í 40 ár - viðtal við Berglindi Þorsteinsdóttur

Í dag viljum við vekja athygli á næsta þætti í hlaðvarpi okkar um Feyki. Í þessum þætti tekur Kristín Sigurrós viðtal við Berglindi Þorsteinsdóttur en hún var ritstjóri Feykis á árunum 2014-2016. Áður hafði hún starfað sem blaðamaður hjá Feyki.
Feykir í 40 ár. Viðtal við Pál Friðriksson.
26.04.2021

Viðtal við Pál Friðriksson

Næsti þáttur í hlaðvarpsþáttaröðinni "Feykir í 40 ár" er viðtal við Pál Friðriksson núverandi ritstjóra Feykis. Hann hefur auðvitað frá mörgu að segja enda búinn að starfa lengi hjá Feyki. Hér er rætt um núverandi ástand og framtíðina í íslenskum fjölmiðlaheimi ásamt því að rifja upp eftirminnileg atriði á ferlinum.
Hlaðvarpsþáttur Héraðsskjalasafns Skagfirðinga: Feykir í 40 ár
14.04.2021

Feykir í 40 ár - hlaðvarpsþættir

Í tilefni af 40 ára afmæli héraðsblaðsins Feykis árið 2021 tók Kristín Sigurrós Einarsdóttir nokkra Feykismenn og -konur tali. Hér er víða komið við, allt frá upphafi blaðsins til dagsins í dag og framtíðarhorfur. Þættirnir fara í loftið, einn af öðrum, næstu daga og verða allir orðnir aðgengilegir í sæluviku. Fyrsta viðtal Kristínar er við Árna Gunnarsson en hann var ritstjóri blaðsins á 2004 til 2006. Hlaðvarpsþættina má nálgast á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins: https://heradsskjalasafn.skagafjordur.is/is/frodleikur/hladvarp/feykir-i-40-ar
Kvenfélag Skefilsstaðahrepps 1941
01.02.2021

Dagur kvenfélagskonunnar

1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár eins og segir á heimasíðu Kvenfélagssambands Íslands. Héraðsskjalasafnið hefur undanfarin misseri verið að búa til stafræn afrit af ýmsum gögnum safnsins. Meðal þess sem við höfum verið að vinna með eru gögn kvenfélaga í Skagafirði.
Tveir á tali - Bjarni Haraldsson tekinn tali
13.01.2021

Tveir á tali - Bjarni Haraldsson tekinn tali

Héraðsskjalasafnið fer nú af stað með nýja þáttaröð í hlaðvarpi sínu sem heitir "Tveir á tali". Eins og nafnið gefur til kynna er þetta tveggja manna spjall. Skagfirðingar verða teknir tali og rætt um heima og geima og horfna tíma. Við ætlum að ríða á vaðið með viðtali sem Ólaf Andradóttir, sumarstarfsmaður safnsins, tók við Bjarna Haraldsson síðastliðið sumar. Bjarni Haraldsson, verslunarmaður á Sauðárkróki, ætti að vera öllum kunnugur en hann varð níræður árið 2020 og man því tímanna tvenna.
Sólborg Una Pálsdóttir HSk, Jón Jónsson Rannsóknarsetur HÍ, Stefán Ágústsson íslenskufræðingur, Kris…
27.11.2020

Stafrænt afrit af handritum Sölva Helgasonar

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Stefán Ágústsson íslenskufræðingur fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020 til að rannsaka og ljósmynda skjöl sem eignuð eru Sölva Helgasyni og varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú má sjá afrakstur þessarar vinnu á skráningarsíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Ísland hernumið - Norræni skjaladagurinn 2020
14.11.2020

Ísland hernumið - Norræni skjaladagurinn 2020

Árið 2001 sameinuðust opinber skjalasöfn á Norðurlöndum um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Yfirskrift skjaladagsins árið 2020 er „Hernumið land“. 
Sölva Helgasonar minnst á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
03.11.2020

Sölva Helgasonar minnst á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Sölva Helgasonar en hann fæddist á Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði 16. ágúst 1820. Í tilefni þess ætlar Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að minnast hans með ýmsu móti næsta daga. Við munum bjóða upp á hlaðvarpsþætti um flökkumenn þar sem Sölvi kemur sannarlega við sögu. Þá munum við kynna fyrir ykkur nýsköpunarverkefni sem unnið var í sumar og fjallaði um handrit Sölva ásamt því að opna fyrir ykkur aðgang að skjölunum sjálfum.
Lokað vegna vinnufundar
27.10.2020

Lokað vegna vinnufundar

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður lokað vegna vinnufundar dagana 27. október og 28. október.
Safnamál aðgengileg á heimasíðunni
23.10.2020

Safnamál aðgengileg á heimasíðunni

Á árunum 1977 til 1994 gáfu söfnin í Skagafirði út blaðið Safnamál. Í því er að finna yfirlit yfir starfsemi safnanna ásamt ýmsum fróðleik um skjöl og gripi sem þau varðveita. Nú hefur Héraðsskjalasafn Skagfirðinga skannað inn blöðin og gert þau leitarbær.