Fara í efni

Skógargata 1

Byggingarár: 1947

Heiti: Skógargata 1

Hönnuður: Sigurður Sigfússon

Fyrsti eigandi: Sigurður Sigfússon og Árni Jóhannsson

Skógargata 1. SFA 2018.

Saga: Árið 1947 byggðu Sigurður Sigfússon og Árni Jóhannsson stórt tvílyft hús úr steinsteypu við Skógargötu 1. Húsið er með stórum kjallara undir öllu húsinu og var upphaflega notað sem smíðaverkstæði og íbúðarhús. Seinna hafði Frímúrarareglan á Sauðárkróki aðstöðu í húsinu. Helstu breytingar á húsinu eru breytingar á inngangi, dyrum, gluggum og bætt við svölum og kvistum á
austurhlið.

Skógargata 1. Teikning, varðveitt hjá Sv. Skagafirði.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Stórt steinsteypuhús sem fellur illa að ákveðnum byggingarstíl.
      • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
      • Umhverfisgildi - Lágt - Eitt fjögurra húsa við Kristjánsklauf sem eiga það sameiginlegt að skera sig úr nærliggjandi byggingum
        vegna stærðar sinna og gerðar en samsvara sér ágætlega við hvert annað.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur nokkuð verið breytt frá upprunalegri gerð en form hússins fengið að halda sér.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið þarfnast viðhalds en samsvarar sér ágætlega við nærliggjandi byggingar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu