Byggingarár: 1880
Heiti: Bjarnahús, Briemshús
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Bjarni Jóhannesson frá Laugabrekku
Saga: Briemshús við Aðalgötu 20 var lítið timburhús byggt árið 1880 af Bjarna Jóhannessyni frá Laugabrekku í Seyluhreppi en húsið gekk fyrst undir nafninu Bjarnahús. Húsið hefur tekið töluverðum breytingum en það var fyrst aðeins ein hæð með háu risi og mun mjórra en það er nú. Í dag er húsið á tveimur hæðum með risi, á neðri hæð er hluti nýttur til verslunar og þjónustu en íbúðir í öðrum hlutum hússins.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Í upphafi var húsið látlaust timburhús, á einni hæð, með nokkuð bröttu risi. Í dag er það tveggja hæða, með risi, múrhúðað. Verslunargluggar á vesturhlið hafa áhrif á ásýnd þess.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Í grunninn eitt af elstu húsum bæjarins. Íbúðarhús og í seinni tíð ýmiss konar verslun og þjónusta á hluta neðri hæðar.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið var áður hluti götulínu austan Aðalgötu en stendur nú eitt með auðar lóðir sitt hvoru megin.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur breyst töluvert frá upprunalegu útliti en elsti hlutinn heldur þó formi sínu. Forskalað.
- Tæknilegt ástand - Lágt- Húsið þarfnast viðhalds.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs en hefur þess utan fremur lágt varðveislugildi.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu