Fara í efni

Skógargata 18

Byggingarár: 1954

Heiti: Skógargata 18

Hönnuður: Sigurður Sigfússon

Fyrsti eigandi: Guðvarður Sigurðsson

Skógargata 18. SFA 2018.

Saga: Skógargata 18 er steinsteypt hús á tveimur hæðum og er byggt árið 1954 af Guðvarði Sigurðssyni. Húsið hefur tekið litlum breytingum frá upphaflegri gerð, helsta er að gluggagerð hefur breyst eftir 1987 og reykháfur fjarlægður.

Ljósmynd af Skógargötu 18 frá 1987 úr safni Marteins Steinssonar. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Reisulegt en dæmigert steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Húsið er undir vissum funkisstíláhrifum.
   • Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
   • Umhverfisgildi - Lágt - Þetta hús, ásamt Skógargötu 16, sker sig nokkuð úr í götumyndinni bæði hvað varðar stærð og stíl. 
   • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur verið lítið breytt frá upphaflegri gerð en búið að breyta gluggagerð
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið sker sig nokkuð úr hvað götumynd varðar en hefur helst gildi vegna uppruna og byggingarlistar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu