Byggingarár: 1954
Heiti: Skógargata 18
Hönnuður: Sigurður Sigfússon
Fyrsti eigandi: Guðvarður Sigurðsson
Saga: Skógargata 18 er steinsteypt hús á tveimur hæðum og er byggt árið 1954 af Guðvarði Sigurðssyni. Húsið hefur tekið litlum breytingum frá upphaflegri gerð, helsta er að gluggagerð hefur breyst eftir 1987 og reykháfur fjarlægður.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Reisulegt en dæmigert steinsteypuhús frá miðri 20. öld. Húsið er undir vissum funkisstíláhrifum.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Lágt - Þetta hús, ásamt Skógargötu 16, sker sig nokkuð úr í götumyndinni bæði hvað varðar stærð og stíl.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsinu hefur verið lítið breytt frá upphaflegri gerð en búið að breyta gluggagerð
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið sker sig nokkuð úr hvað götumynd varðar en hefur helst gildi vegna uppruna og byggingarlistar.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu