Byggingarár: 1935
Heiti: Fagrahlíð
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Kristján Ingi Sveinsson
Saga: Fagrahlíð í Brekkugötu 1 er tveggja hæða steinsteypt hús byggt árið 1935 og líklega hannað af Kristjáni Sveinssyni. Húsinu hefur lítið verið breytt frá upphaflegri gerð.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Reisulegt, tvílyft, steinsteypuhús með áberandi stigahúsi að austanverðu sem setur mikinn svip á húsið. Merkja má fúnkis-áhrif á byggingunni.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Hér bjó Eyþór Stefánsson tónskáld sem hafði mikil áhrif á tónlistar- og leiklistarlíf Skagfirðinga á 20. öld.
- Umhverfisgildi - Hátt - Húsið setur sterkan svip á bæjarmyndina þar sem það stendur ofan annarrar byggðar og ber við
Nafirnar. Fellur samt sem áður ágætlega að landslaginu. - Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur lítið verið breytt.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi en þarfnast viðhalds.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi vegna upprunaleika, menningarsögu og umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu