Byggingarár: 1912
Heiti: Trésmiðjan Ýr
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Sigurgeir Daníelsson
Saga: Sigurgeir Daníelsson verslunarmaður lét byggja steinsteypt sláturhús árið 1912. Fyrst var húsið ein hæð, portbyggt með háu risi og vísaði norður-suður, en árið 1927 var byggð önnur áföst bygging í vinkil sem vísaði í austur-vestur og var á tveimur hæðum með lágu risi. Síðan þá hefur húsinu lítið verið breytt. Í dag er þar starfrækt Trésmiðjan Ýr.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Einfalt steinsteypuhús frá upphafi 20. aldar. Með elstu steinsteyptu húsum á Sauðárkróki.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Húsið var byggt sem sláturhús en síðar nýtt sem trésmíðaverkstæði. Með elstu steinsteyptu húsum á Sauðárkróki.
- Umhverfisgildi - Lágt - Húsið tilheyrir þeim iðnaðar- og geymsluhúsum sem standa næst Strandveginum og sker sig ekki úr þeim klasa. Þrátt fyrir stærð þá er húsið lítt áberandi frá Aðalgötu en þeim mun meira áberandi frá.
- Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur haldið formi sínu frá því vesturálman var byggð.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Friðað vegna aldurs og menningarsögulegs gildis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu