Byggingarár: 1930
Heiti: Smiðjan
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Bjarni Magnússon
Saga: Smiðjan við Kambastíg 4 er steinsteypt árið 1930 af Bjarna Magnússyni járnsmiði sem hafði þar smiðju. Ekki er að sjá að íbúar hafi verið í húsinu í manntalinu frá 1940 en árið 1950 eru þar skráðir íbúar Óskar Tryggvi Þorleifsson tré- og járnsmiður og kona hans Kristjana Júlíusdóttir húsmóðir. Árið 1981 var byggt við það, bæði stækkað og sett portbyggt ris með kvistum. Elsti hlutinn er norðaustur horn hússins. Í kringum aldamótin síðustu var húsið tekið í gegn og skipt bæði um glugga og hurðar ásamt því að glugga var bætt við á suðurstafn.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið er byggt í gömlum stíl og samsvarar sér vel.
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Í fyrstu smiðja en síðar íbúðarhús.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Húsið stendur í Kristjánsklauf og hluti götumyndar þar. Húsið fellur vel að umhverfi sínu.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Húsinu hefur verið gjörbreytt frá upprunalegu útliti.
- Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er hluti sérstakrar götumyndar Kristjánsklaufar og samsvarar sér ágætlega við nærliggjandi hús.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu