Fara í efni

Eftirlit

Héraðsskjalasafnið sendir reglulega út rafrænar kannanir til stofnanna sveitarfélaga í Skagafirði. Þessar kannanir er liður í því eftirliti sem opinberum skjalasöfnum ber að hafa "... með skjalavörslu þeirra aðila sem eru afhendingarskyldir um skjöl sín og önnur gögn til þess ..." (Lög um opinber skjalasöfn nr 77/2014, 9.grein, 3. mgr.).

Það er nauðsynlegt fyrir afhendingarskylda aðila að þekkja stöðu skjalavörslu sinnar stofnunar, hvað er vel gert og hvað þarf að laga. Í framhaldinu er hægt að setja markmið um úrbætur. Það er einnig nauðsynlegt fyrir Héraðsskjalasafnið að fá yfirlit yfir ástand skjalavörslu og skjalastjórnar hins opinbera á svæðinu, sjá hvar úrbóta sé þörf og koma með ráðgjöf varðandi þá þætti. Kannanir sem þessar eru einnig góð áminning fyrir alla aðila um að huga vel að skjalavörslu og skjalastjórn.

Tvær kannanir hafa verið gerðar á vegum Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, árið 2015 og 2020.