Byggingarár: 1936
Heiti: Reykjarhóll, Þýskaland
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Guðmundur Guðmundsson
Saga: Reykjarhóll (Þýskaland) er steinsteypt hús byggt árið 1936 af Guðmundi Guðmundssyni frá Reykjarhóli í Seyluhreppi. Prestbústaður var á efri hæð hússins um árabil. Húsið er tvær hæðir með rishæð og þremur kvistum í suður og þremur í norður. Húsið hefur staðið nær óbreytt frá upphaf.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Einfalt steinsteypt hús með einkennum steinsteypuklassík. Sérstæðar skreytingar á húsgöflum sem minna um margt á "Siglfirsku húsgaflanna".
- Menningarsögulegt gildi - Lágt - Íbúðarhús. Prestbústaður. Hefur lítið menningarsögulegt gildi.
- Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti rýmismyndunar við Kirkjutorg. Samsvarar sér ágætlega við önnur hús við
Kirkjutorg. - Upprunalegt gildi - Hátt - Húsið er nánast óbreytt.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í ágætu ástandi en þarfnast viðhalds.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi fyrir byggingarstíl og umhverfi.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu