Fara í efni

Aðalgata 6

Byggingarár: 1904

Heiti: Aðalgata 6

Hönnuður: Ekki vitað

Fyrsti eigandi: Ísleifur Gíslason

Aðalgata 6. SFA 2018.

Saga: Árið 1904 byggði Ísleifur Gíslason verslunarmaður timburhús við Aðalgötu sem síðar fékk nafnið Ísleifshús. Húsið var bæði notað til íbúðar og verslunar. Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi í gegnum tíðina, m.a. var þar sýslubókasafn um árabil og síðar ýmis konar verslun og þjónusta. Hluti hússins er notað til íbúðar. Húsinu hefur verið mikið breytt frá upphaflegri gerð.

Ísleifshús um 1920. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

    • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Í kringum 1945 var húsinu gjörbreytt og urðu breytingarnar til þess að húsið tapaði sínu listræna gildi. Allt snikkera-verk horfið.
    • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Í hluta hússins (norður) hefur verið stunduð verslun/þjónusta frá upphafi. Ísleifur Gíslason, skáld, byggði húsið og bjó þar.
    • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti af götumynd sem hefur lítið breyst frá lokum seinna stríðs.
    • Upprunalegt gildi - Lágt - Búið að breyta húsinu það mikið að ekki er hægt að sjá upprunalegu gerð þess eða útlit.
    • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið haldið við í þeirri mynd sem það er komið í eftir miklu breytingarnar sem gerðar voru um miðja 20. öld. Spurning um ástand timburs undir múrhúðun á elsta hlutanum.
    • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sökum aldurs og menningarsögu og sem hluti götumyndar.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu