Byggingarár: 1904
Heiti: Aðalgata 6
Hönnuður: Ekki vitað
Fyrsti eigandi: Ísleifur Gíslason
Saga: Árið 1904 byggði Ísleifur Gíslason verslunarmaður timburhús við Aðalgötu sem síðar fékk nafnið Ísleifshús. Húsið var bæði notað til íbúðar og verslunar. Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi í gegnum tíðina, m.a. var þar sýslubókasafn um árabil og síðar ýmis konar verslun og þjónusta. Hluti hússins er notað til íbúðar. Húsinu hefur verið mikið breytt frá upphaflegri gerð.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Í kringum 1945 var húsinu gjörbreytt og urðu breytingarnar til þess að húsið tapaði sínu listræna gildi. Allt snikkera-verk horfið.
- Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Í hluta hússins (norður) hefur verið stunduð verslun/þjónusta frá upphafi. Ísleifur Gíslason, skáld, byggði húsið og bjó þar.
- Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti af götumynd sem hefur lítið breyst frá lokum seinna stríðs.
- Upprunalegt gildi - Lágt - Búið að breyta húsinu það mikið að ekki er hægt að sjá upprunalegu gerð þess eða útlit.
- Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsinu hefur verið haldið við í þeirri mynd sem það er komið í eftir miklu breytingarnar sem gerðar voru um miðja 20. öld. Spurning um ástand timburs undir múrhúðun á elsta hlutanum.
- Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið hefur varðveislugildi sökum aldurs og menningarsögu og sem hluti götumyndar.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu