Fara í efni

Aðalgata 21b

Byggingarár: 1904

Heiti: Grána, Uppsalir

Hönnuður

Fyrsti eigandi: Kaupfélag Skagfirðinga

Aðalgata 21b. SFA 2018.

Saga: Kaupfélag Skagfirðinga lét reisa timburhúsið Gránu árið 1904 á grunni Pétursverslunar, og var það ætlað til verslunar og íbúðar. Á árunum 1911-1915 seldi Kaupfélagið húsið til Hinna sameiginlegu verslana en keypti það svo aftur árið 1931. Húsið hefur tekið þó nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Gluggagerð og afstaða glugga og hurða hefur mikið breyst. Um tíma var það bárujárnsklætt og síðar múrhúðað yfir járnklæðninguna. Skúrbygging sem stóð við norðvesturhorn hússins er orðinn hluti af húsinu og innangengt í hann úr aðalhúsi. Grána hefur hýst ýmsa starfsemi, m.a. verslun af ýmsu tagi, skrifstofur og hárgreiðslustofu. Húsið er nú í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hófust framkvæmdir við endurbætur árið 2018.

Grána í byrjun 20. aldar. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Húsið var upphaflega timburhús af lágrisgerð, og nokkuð stórt sem slíkt, en breytingar á gluggagerð og klæðningu hafa rýrt gildi þess.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Húsið á á stóran þátt í verslunarsögu Sauðárkróks og Kaupfélags Skagfirðinga en í húsinu opnuðu þeir fyrstu verslun sína.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið er mikilvægur hluti götumyndarinnar vestan Aðalgötu og markar upphaf hennar að norðan.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Breytingar á húsinu hafa rýrt gildi þess en að öllum líkendum er um afturkræfar breytingar að ræða.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið þarfnast viðhalds en framkvæmdir við endurbætur hófust árið 2018.
      • Varðveislugildi - Hátt - Friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu