Fara í efni

Lindargata 7

Byggingarár: 1897

Heiti: Fyrstaból

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Árni Árnason

Lindargata 7. SFA 2018.

Saga: Timburhúsið Fyrstaból sem stendur í dag við Lindargötu 7, var byggt árið 1897 af Árna Árnasyni vert en húsið reisti Árni fyrir Theóbald son sinn. Á sömu lóð, en aðeins ofar, stóð fyrsta húsið á Sauðárkróki, en Árni vert byggði það hús árið 1871. Fyrstaból hefur varðveist ágætlega og er í dag uppgert með láréttri timburklæðningu þó um tíma hafi það verið forskalað. Lítill bílskúr er áfastur norðan við húsið og lítill skúr vestan megin.

Lindargata 7. Mynd úr safni Kristjáns C. Magnússonar. Mynd úr safni HSk. KCM444.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - 19. aldar timburhús. Ber einkenni dansk-íslenskan byggingarstílsins.
      • Menningarsögulegt gildi - Hátt - Eitt af elstu húsum bæjarins. Árni vert, fyrsti íbúi Sauðárkróks, reisti húsið.
      • Umhverfisgildi - Hátt - Húsið hefur mikið gildi fyrir götumynd Lindargötunnar og mikilvægur þáttur elstu byggðar þéttbýlis á
        Sauðárkróki.
      • Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur verið endurgert. Klæðning í upprunalegum stíl en gluggar og skreytingar styrkja ekki
        upprunalegt gildi hússins.
      • Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
      • Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og
        umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu