Byggingarár: 1897
Heiti: Fyrstaból
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Árni Árnason
Saga: Timburhúsið Fyrstaból sem stendur í dag við Lindargötu 7, var byggt árið 1897 af Árna Árnasyni vert en húsið reisti Árni fyrir Theóbald son sinn. Á sömu lóð, en aðeins ofar, stóð fyrsta húsið á Sauðárkróki, en Árni vert byggði það hús árið 1871. Fyrstaból hefur varðveist ágætlega og er í dag uppgert með láréttri timburklæðningu þó um tíma hafi það verið forskalað. Lítill bílskúr er áfastur norðan við húsið og lítill skúr vestan megin.
Varðveislugildi - metið 2018:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - 19. aldar timburhús. Ber einkenni dansk-íslenskan byggingarstílsins.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Eitt af elstu húsum bæjarins. Árni vert, fyrsti íbúi Sauðárkróks, reisti húsið.
- Umhverfisgildi - Hátt - Húsið hefur mikið gildi fyrir götumynd Lindargötunnar og mikilvægur þáttur elstu byggðar þéttbýlis á
Sauðárkróki. - Upprunalegt gildi - Miðlungs - Húsið hefur verið endurgert. Klæðning í upprunalegum stíl en gluggar og skreytingar styrkja ekki
upprunalegt gildi hússins. - Tæknilegt ástand - Hátt - Húsið er í góðu ástandi.
- Varðveislugildi - Hátt - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna byggingarlistar, menningarsögu og
umhverfis.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu