Fara í efni

Aðalgata

Á tímabilinu 1880-1890 var farið að byggja við Aðalgötuna. Kirkjan var byggð 1892 og var þá nokkuð sunnan við meginbyggðina.

Sauðárkrókur 1893. Ljósmyndari Arnór Egilsson. Úr safni HSk.

Um aldamótin 1900 var byggð þéttust við Aðalgötu og í húsaþyrpingunum í elsta hluta byggðarinnar þar sem síðar urðu Lindargata og Skógargata.

Sauðárkrókur 1903. Mynd úr safni HSk.

Upp úr aldamótum fer Aðalgatan að teygjast suður eftir og til varð Suðurgata. Þegar hér var komið sögu færðist miðpunktur bæjarins frá Kaupvangstorgi að Kirkjutorgi. Húsin sem stóðu næst kirkjunni voru nýr barnaskóli (1908) og sjúkrahús (1906). 

Sauðárkrókur 1910-1912. Mynd úr safni HSk.