Fara í efni

Skógargata 17

Byggingarár: 1916

Heiti: Hlíð

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Þorsteinn Erlendsson

Skógargata 17. ES 2018.

Saga: Þorsteinn Erlendsson byggði þetta steinsteypuhús árið 1916. Húsið var ein hæð með lágu risi og kjallari undir öllu húsinu. Árið 1969 var húsið lengt til vesturs og þakgerð þess breytt í einhalla þak. Árið 1969 virðist vera búið að breyta gluggagerð.

Skógargata 17 um 1960. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Lágt - Lítið og látlaust steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar. Vegna breytinga minnir stíll þess þó fremur á seinni hluta 20. aldar
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúðarhús. Dæmi um hús alþýðufólks á 20. öld. Eitt af elstu steinsteyptu húsum á Sauðárkróki.
      • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar. Stendur á horni Skógargötu og Hlíðarstígs. Er í ágætu samræmi við húsin við
        Hlíðarstíginn.
      • Upprunalegt gildi - Lágt - Húsinu hefur verið breytt töluvert frá upprunalegri gerð.
      • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í ágætu ástandi.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er friðað vegna aldurs og hefur varðveislugildi vegna menningarsögulegs gildis og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu