Fara í efni

Aðalgata 23

Byggingarár: 1903

Heiti: Villa Nova

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Christian Popp

Aðalgata 23. SFA 2018.

Saga: Árið 1903 flutti Christian Popp inn frá Noregi, tilhöggvið hús sem nefnt var Villa Nova. Húsið var reist við rústir Poppshúss sem brann árið 1902. Árið 1912 seldi Christian Popp eigur sínar og fór húsið þá í eigu Höpfnersverslunar. Árið 1972 keyptu Ragnar Arnalds og Haukur Hafstað húsið. Skömmu síðar var stofnað hlutafélagið Villa Nova hf. sem hafði það markmið að vinna að varðveislu hússins. Villa Nova hefur verið notað í margsvíslegum tilgangi, t.d. sem hótel, póstverslun, söngskóli, gallerí, flokkstarf stjórnmálaflokks og nú síðast sem skrifstofa minjavarðar á Norðurlandi vestra en jafnframt til íbúðar í norðurhluta hússins. Húsinu hefur lítið verið breytt að utan. Villa Nova er eina dæmið um norskt sveitserhús á Sauðárkróki. Stíll þess sker sig úr öðrum innfluttum norskum húsum. Risið er lægra og húsið er ósamhverft, tvær hæðir í annan endann sem snýr þvert á aðalstefnu þess, en er að öðru leyti portbyggt með útskoti en skáli með svölum ofan á við enda tveggja hæða hlutans. 

Ljósmynd af Villa Nova tekin á tímabilinu 1905-1912. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Eina dæmið um norskt sveitserhús á Sauðárkróki. Stíll þess sker sig úr öðrum innfluttum norskum húsum á Íslandi.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Saga Popp-fjölskyldunnar er samofin sögu Sauðárkróks á tímum uppbyggingar bæjarins.
   • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið stendur stakt við aðkomu inn í gamla bæinn að norðan og nýtur sín ágætlega. Villa Nova og
    kirkjan kallast á í sitthvorum enda gamla bæjarins.
   • Upprunalegt gildi - Lágt - Upprunalegt útlit hússins hefur varðveist vel.
   • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsinu hefur verið ágætlega við haldið en þarf að mála.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Friðlýst hús. Einstakt vegna byggingarlistar, uppruna, menningarsögu og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu

FriðlýsingUmfjöllun Minjastofnunar Íslands