Fara í efni

Aðalgata 22b

Byggingarár: 1911

Heiti: Sláturhús K.G.

Hönnuður:

Fyrsti eigandi: Kristján Gíslason

Aðalgata 22b. SFA 2018.

Saga: Kristján Gíslason verslunarmaður lét byggja sláturhús úr steinsteypu árið 1911. Síðar var þar m.a. trésmiðja og æfingasalur leikfélagsins. Húsið er nú í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stendur ónotað fyrir utan þann hluta sem nýttur er sem vörugeymsla verslunar Haraldar Júlíussonar. Áfast við suðvesturhlið hússins er bílskúr/geymsla sem tilheyrir jafnframt verslun Haraldar Júl. en hún var byggð 1949. Tvö bogadregin dyraop eru á austur og vesturhlið hússins en þegar síldarsöltun stóð sem hæst lágu járnbrautarteinar þar í gegn til að ferja síldina. Um miðju hússins er áföst lítil bygging með risþaki en sú bygging gegndi hlutverki saltgeymslu. Upp við norðurhlið þeirrar byggingar er önnur áföst bygging sem gegnir hlutverki spennustöðvar RARIK en hún var byggð við húsið árið 1949.

Ljósmynd tekin 1940-1945. Ljósmyndari Pétur Hannesson. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi:

      • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Í upphafi einfalt steinsteypuhús frá upphafi 20. aldar en viðbyggingar hafa rýrt ásýnd hússins. Líklega elsta uppistandandi steinsteypta húsið á Sauðárkróki.
      • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Bogadregnu dyraopin eru eitt af síðustu merkjum járnbrautarteinanna og síldarsöltunar á Sauðárkróki. Húsið var byggt sem sláturhús en hýsti síðast starfsemi Leikfélags Sauðárkróks.
      • Umhverfisgildi - Lágt - Húsið tilheyrir þeim iðnaðar- og geymsluhúsum sem standa næst Strandveginum og sker sig ekki úr
        þeim klasa.
      • Upprunalegt gildi - Lágt - Húsið hefur breyst talsvert frá upprunalegri gerð og yfirþyrmandi viðbyggingum skeytt við það.
      • Tæknilegt ástand - Lágt - Húsið er mjög illa farið.
      • Varðveislugildi - Miðlungs - Friðað vegna aldurs og hefur menningarsögulegt gildi.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu