Fara í efni

Skógargata 20

Byggingarár: 1924

Heiti: Reykir

Hönnuður: Steindór Jónsson

Fyrsti eigandi

Skógargata 20. SFA 2018.

Saga: Skógargata 20 er steinsteypt hús, byggt árið 1924 og er kallað Reykir. Húsið er ein hæð með lágu risi og kjallara undir öllu húsinu. Húsið hefur tekið litlum sem engum breytingum frá upprunalegri gerð sinni. Gluggum hefur verið breytt úr krosspósta í einpósta og strompur fjarlægður. Timburhandrið sett á tröppur í stað járnhandriðs. Á millistríðsárunum hefur verið byggt nokkuð að litlum, látlausum húsum á Sauðárkróki, ýmist úr timbri eða steinsteypu. Þessi hús eru áberandi við Kambastíg en einnig við syðri hluta Skógargötu. Merkar leifar tíðaranda millistríðsáranna. Reykir er ágætt dæmi um þessa tegund húsa.

Ljósmynd af Skógargötu 20 frá 1950-1960 úr safni Kristjáns C. Magnússonar. Mynd úr safni HSk.

Varðveislugildi - metið 2018:

   • Listrænt gildi/byggingarlist - Miðlungs - Lítið og látlaust steinsteypuhús. Gott dæmi um smáhús millistríðsáranna á Sauðárkróki.
   • Menningarsögulegt gildi - Miðlungs - Íbúðarhús. Höfundarverk Steindórs Jónssonar.
   • Umhverfisgildi - Miðlungs - Hluti götumyndar við Hlíðarstíg þó húsið tilheyri Skógargötu að nafninu til. Samsvarar sér vel við
    nærliggjandi hús.
   • Upprunalegt gildi - Hátt - Húsinu hefur lítið verið breytt frá upphaflegri gerð.
   • Tæknilegt ástand - Miðlungs - Húsið er í þokkalegu ástandi.
   • Varðveislugildi - Miðlungs - Húsið er hluti sérstakrar götumyndar í Kirkjuklauf og hefur varðveislugildi vegna uppruna og umhverfis.

Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.

Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu