Fara í efni

Einkaskjalasöfn

Vefurinn Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi er afurð samstarfsverkefnis Þjóðskjalasafns Íslands, héraðsskjalasafna og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Árið 2012 var skipaður vinnuhópur til að vinna að því að útbúa samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi. Verkefni vinnuhópsins var að safna upplýsingum um einkaskjalasöfn hjá vörslustofnunum á einn stað og bæta þannig aðgengi að heimildaflokkum. Vefurinn var opnaður 16. apríl 2015.