Byggingarár: 1901
Heiti: Deild
Hönnuður:
Fyrsti eigandi: Eggert Kristjánsson
Saga: Timburhúsið Deild var reist árið 1901 af Eggerti Kristjánssyni söðlasmið til íbúðar og verslunar en húsið er eina sinnar tegundar á Sauðárkróki með mansardþak. Deild stendur nær alveg upp við húsið Aðalgötu 10b en það skýrist af því að til stóð að rífa Deild þegar Aðalgata 10b var reist. Af þeirri framkvæmd varð aldrei og stendur Deild því í hvarfi á bak við þetta þriggja hæða steinsteypta hús.
Varðveislugildi:
- Listrænt gildi/byggingarlist - Hátt - Eina húsið á Sauðárkróki með mansardþaki.
- Menningarsögulegt gildi - Hátt - Húsið byggt sem söðlasmíðaverkstæði og íbúð. Hefur lengst af verið nýtt sem íbúðarhús. Einstakt á staðbundna vísu. Eina húsið sinnar tegundar á Sauðárkróki og eitt af eldri húsum bæjarins.
- Umhverfisgildi - Lágt - Til stóð að rífa húsið og var hátt steinsteypt hús byggt fyrir framan og yfir það. Fyrir vikið standa þessi
tvö hús ofan í hvort öðru og hvorugt þeirra nýtur sín í umhverfinu. - Upprunalegt gildi - Miðlungs - Form hússins hefur haldið sér en vegna nálægðar við Aðalgötu 10B er erfitt að halda því við. Bætt hefur verið við kvisti og inngangi breytt. Forskalað.
- Tæknilegt ástand - Lágt - Forskalað, óvíst um ástand timburveggja. Gluggar og þak þarfnast viðgerðar.
- Varðveislugildi - Hátt - Húsið hefur hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar og aldurs.
Heimild: Húsakönnun Sauðárkróks: Norðurhluti gamla bæjar. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. 2018.
Bein tenging: Umfjöllun í skýrslu