Fara í efni

Ljósmyndagreining í nóvember

Við boðum til ljósmyndagreiningar fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14 á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú erum við byrjuð að greina afar skemmtilegt ljósmyndasafn sem kemur frá Jóa Hansen en skellum nokkrum erfiðum hópmyndum frá Stebba Ped með. Sem fyrr er hægt að forskoða myndirnar  hér á heimasíðunni. Sjáumst hress!