Fara í efni

Fréttir

Jólahlaðvarp 2024
20.12.2024

Jólahlaðvarp 2024

Jólahlaðvarpið að þessu sinni er spjall við Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara að Löngumýri. Við ræðum um minningar Gunnars af jólahaldi á æskuheimili hans, Hrauni á Skaga, en einnig upplifun hans af jólahaldi erlendis. Með hlaðvarpinu senda starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga ykkur hlýjar jólakveðjur.
Helgileikur
06.12.2024

Ljósmyndagreining í desember

Þá er komið að næstu ljósmyndagreiningu. Ætlunin er að halda greiningarfund í Héraðsskjalasafninu þann 12. desember kl. 14:00. Á fundinum ætlum við að rýna ljósmyndir úr safni Stefáns Pedersen. Hægt er að forskoða myndirnar hér á heimasíðunni. Vonandi sjáum við sem flesta!
Ljósmyndagreining í nóvember
11.11.2024

Ljósmyndagreining í nóvember

Héraðsskjalasafnið ætlar að halda ljósmyndafund næstkomandi fimmtudag, 14. nóvember 2024, kl. 14. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum héraðsskjalasafnsins í Safnahúsi við Faxatorg. Á fundinum ætlum við að rýna ljósmyndir úr safni Stefáns Pedersen og Árna Blöndals.
Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar
07.10.2024

Stefán Íslandi - afmælisbarn októbermánaðar

Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru ófá hlutverkin sem hann söng á sviði. ​Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.
Ráðstefnuferð starfsmanna
18.09.2024

Ráðstefnuferð starfsmanna

Héraðsskjalasafnið verður lokað 18. (frá hádegi), 19. og 20. september. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur mánudaginn 23. september. Ef erindið er brýnt má senda okkur tölvupóst (solborg@skagafjordur.is) og við svörum eftir bestu getu.
Lýðveldishátíð 17. júní 1944 á Sauðárkróki. Ljósmyndir úr safni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
17.06.2024

Lýðveldishátíð í Skagafirði 17. júní 1944

17. júní 2024 eru 80 ár liðin frá því að Íslendingar héldu mikla lýðveldishátíð. Það er áhugavert að sjá hvernig Skagfirðingar fögnuðu þessum degi.
Ljósmyndagreining - fundur 28. maí
21.05.2024

Ljósmyndagreining - fundur 28. maí

Við ætlum að halda ljósmyndagreiningarfund 28. maí kl. 14:00 í Safnahúsi við Faxatorg. Farið verður yfir ljósmyndir úr safni Stefáns B. Pedersen. Bjóðum eldri borgara sérstaklega velkomna.
Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi
28.04.2024

Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi

Sýning á verkum Stefáns B. Pedersen stendur nú yfir í Safnahúsi á meðan á Sæluviku stendur.
Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu
02.02.2024

Ljósmyndafundur í Héraðsskjalasafninu

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga ætlar að halda ljósmyndafund þann 6. febrúar næstkomandi, klukkan 17:00. Ætlunin er að fara yfir ljósmyndasafn Kristjáns C. Magnússonar og kanna hvort gestir geti aðstoðað safnið við að greina myndefnið.
Námskeið í grúski
09.01.2024

Námskeið í grúski

Héraðsskjalasafn og héraðsbókasafn Skagfirðinga ætla að taka höndum saman og halda námskeið í grúski 16., 23. og 30. janúar. Endilega skrá sig með því að hringja í síma 455-6050 eða senda tölvupóst á bokasafn@skagafjordur.is. Námskeið verður haldið í Safnahúsinu. Gott ef þátttakendur geta komið með fartölvu eða spjaldtölvu með sér.