Fara í efni

Fréttir

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015
17.04.2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Samkvæmt venju mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni þetta árið og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Ársskýrsla 2014
01.04.2015

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins komin út

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er komin út þar sem farið er yfir starfssemina og sérverkefni.
Kallað eftir skjölum kvenna
19.03.2015

Kallað eftir skjölum kvenna

Þjóðarátaki hleypt af stokkunum í dag 19. mars Nú í ár fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.
Héraðsskjalasafn lokað 16. desember 2014
16.12.2014

Héraðsskjalasafn lokað 16. desember 2014

Héraðsskjalasafnið verður lokað 16. desember 2014 vegna framkvæmda. Hægt er að ná í héraðsskjalavörð í síma 862-4353.
Sólborg Una Pálsdóttir
02.07.2014

Sólborg Una Pálsdóttir ráðin héraðsskjalavörður Skagfirðinga

Sólborg er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Árið 2003 útskrifaðist hún með MSc. gráðu í upplýsingatækni í fornleifafræði (Archaeological information System) frá Háskólanum í York og hefur einnig sótt fjölmörg námskeið um upplýsingakerfi, uppbyggingu gagnagrunna o.fl
Nýjar myndir á Ljósmyndavefnum
22.11.2012

Nýjar myndir á Ljósmyndavefnum

Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja inn ljósmyndir á vef safnsins. Nú hafa bættst við 500 ljósmyndir, sem safninu bárust frá fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins Feykis og eru myndir frá blaðinu nú tæplega 1100. Hægt er að sjá myndirnar á vefnumwww.skagafjordur.is/myndir, velja Héraðsskjalasafn og fara að leita. Með því að setja Feykir í leitarreit er hægt að kalla fram allar myndir úr því safni.