02.10.2020
Skjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hefur lokið við að skrá einkaskjalasafn Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki. Í skjalasafni Guðjóns má finna mikið magn ljósmynda og skjala sem tengjast þátttöku hans í félagsmálum í Skagafirði. Í tilefni af útgáfu Skagfirðingarbókar 2020 er skjalaskráin og ljósmyndir hans gerðar aðgengilegar á skráningarsíðu safnsins.