Fara í efni

Fréttir

Safnahús lokar 24. mars
23.03.2020

Safnahús lokar 24. mars

Safnahúsinu verður lokað frá þriðjudeginum 24. mars til 14. apríl eða þar til yfirvöld aflétta lokuninni. Því verður ekki hægt að heimsækja Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og skoða safnkostinn né koma með skjalaafhendingar. Starfsmennirnir munu þó enn standa vaktina og reyna svara öllum þeim fyrirspurnum sem til okkar berast. Hægt er að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið skjalasafn@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6075. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/22/Hertar-takmarkanir-a-samkomum-morkin-sett-vid-20-manns/
Kristín Sigurrós Einarsdóttir ráðin sem skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
19.02.2019

Kristín Sigurrós Einarsdóttir ráðin sem skjalavörður við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Forsíða bókarinnar Í barnsminni
10.01.2019

Útgáfuhóf í Safnahúsi í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar

Í dag 10. janúar eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg en hann dvelur nú á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp. Laugardaginn 12. janúar verður bókarkynning og útgáfuhóf í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl 16 og bjóðum við alla velkomna.
Gamli bærinn á Sauðárkróki - norðurhluti
29.10.2018

Gamli bærinn á Sauðárkróki - verndarsvæði í byggð

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. október síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlis á Sauðárkróki. Svæðið sem um ræðir er norðurhluti gamla bæjarins sem er elsti hluti byggðarinnar og afmarkast að norðan af nyrsta íbúðarhúsi Sauðárkróks, að austan af Strandvegi, að sunnan af Kirkjutorgi og Kirkjuklauf (Hlíðarstíg) og að vestan af Nöfum.
Kynning á bókinni Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
27.10.2017

Kynning á bókinni Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Mánudaginn 30. október kl. 12 ætlar dr. Vilhelm Vilhelmsson að heimsækja okkur í Safnahúsið og kynna nýju bókina sína sem nefnist Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Allir velkomnir.
Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2016
10.07.2017

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2016

Nú er hægt að nálgast ársskýrslu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016. Í skýrslunni er farið yfir starfssemina og sérverkefni.
Afmælishátíð 7. maí
02.05.2017

Afmælishátíð 7. maí

Sögufélag Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga eiga stórafmæli í ár og ætla að því tilefni að halda málþing í Miðgarði 7. maí næstkomandi.
Ársskýrsla 2015
20.06.2016

Ársskýrsla 2015

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er komin út þar sem farið er yfir starfssemina og sérverkefni.
Kort B
18.05.2016

Lítil kortasaga – menningarlandslag í skjölum

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum í dag ætlum við að beina augum okkar að þema ársins sem er menningarlandslag.
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015
17.04.2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2015

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Samkvæmt venju mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni þetta árið og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.