Fara í efni

Stafrænt afrit af handritum Sölva Helgasonar

Sólborg Una Pálsdóttir HSk, Jón Jónsson Rannsóknarsetur HÍ, Stefán Ágústsson íslenskufræðingur, Kris…
Sólborg Una Pálsdóttir HSk, Jón Jónsson Rannsóknarsetur HÍ, Stefán Ágústsson íslenskufræðingur, Kristín Sigurrós Einarsdóttir HSk.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Stefán Ágústsson íslenskufræðingur fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020 til að rannsaka og ljósmynda skjöl sem eignuð eru Sölva Helgasyni og varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú má sjá afrakstur þessarar vinnu á skráningarsíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga: http://atom.skagafjordur.is/n00300.

Gríðarleg vinna fór í að greina og flokka handrit Sölva en hann skrifaði smátt og á köflum var erfitt að greina samhengi skjalanna. Þökkum Stefáni Ágústssyni og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum kærlega fyrir samvinnuna og Rannís fyrir styrkinn.