25.04.2022
Í desember 2021 kom út tíunda og síðasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Í tilefni af þessum tímamótum setti héraðsskjalasafnið í samvinnu við héraðsbókasafnið, byggðasafnið og Sögufélag Skagfirðinga upp litla sýningu í Safnahúsinu. Sýningin var opnuð við setningu Sæluvikunnar 24. apríl síðastliðinn. Henni ætlað að gefa almenningi innsýn vinnuna sem liggur að baki þessa mikla verkefnis.