Fara í efni

Gamli bærinn á Sauðárkróki - verndarsvæði í byggð

Gamli bærinn á Sauðárkróki - norðurhluti
Gamli bærinn á Sauðárkróki - norðurhluti

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. október síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlis á Sauðárkróki. Svæðið sem um ræðir er norðurhluti gamla bæjarins sem er elsti hluti byggðarinnar og afmarkast að norðan af nyrsta íbúðarhúsi Sauðárkróks, að austan af Strandvegi, að sunnan af Kirkjutorgi og Kirkjuklauf (Hlíðarstíg) og að vestan af Nöfum.

Markmið þess að gera gamla bæinn að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggðina á svæðinu þannig að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur. Með þessu vill sveitarfélagið staðfesta menningarsögulegt gildi gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins að Skagfirðingabraut 21 til og með föstudagsins 7. desember 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða þeim sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri er bent á að senda skriflegar athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir þann tíma.

Nálgast má tillöguna, greinargerðina og uppdrætti hér á heimasíðunni.