Viljum benda á að endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.
Endurskoðun reglna Þjóðskjalasafns Íslands er gerð í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar sem gerðar voru frá fyrri reglum snúa einkum að vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari.
Reglurnar sem nú taka gildi eru:
- Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila (nr. 571/2015).
- Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila (nr. 572/2015).
- Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila (nr. 573/2015).
Sjá: http://skjalasafn.is/frettir/endurskodadar_reglur_taka_gildi