Héraðsskjalasafnið fer nú af stað með nýja þáttaröð í hlaðvarpi sínu sem heitir "Tveir á tali". Eins og nafnið gefur til kynna er þetta tveggja manna spjall. Skagfirðingar verða teknir tali og rætt um heima og geima og horfna tíma. Við ætlum að ríða á vaðið með viðtali sem Ólaf Andradóttir, sumarstarfsmaður safnsins, tók við Bjarna Haraldsson síðastliðið sumar. Bjarni Haraldsson, verslunarmaður á Sauðárkróki, ætti að vera öllum kunnugur en hann varð níræður árið 2020 og man því tímanna tvenna.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Stefán Ágústsson íslenskufræðingur fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2020 til að rannsaka og ljósmynda skjöl sem eignuð eru Sölva Helgasyni og varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Nú má sjá afrakstur þessarar vinnu á skráningarsíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.