1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár eins og segir á heimasíðu Kvenfélagssambands Íslands. Héraðsskjalasafnið hefur undanfarin misseri verið að búa til stafræn afrit af ýmsum gögnum safnsins. Meðal þess sem við höfum verið að vinna með eru gögn kvenfélaga í Skagafirði.
Héraðsskjalasafnið fer nú af stað með nýja þáttaröð í hlaðvarpi sínu sem heitir "Tveir á tali". Eins og nafnið gefur til kynna er þetta tveggja manna spjall. Skagfirðingar verða teknir tali og rætt um heima og geima og horfna tíma. Við ætlum að ríða á vaðið með viðtali sem Ólaf Andradóttir, sumarstarfsmaður safnsins, tók við Bjarna Haraldsson síðastliðið sumar. Bjarni Haraldsson, verslunarmaður á Sauðárkróki, ætti að vera öllum kunnugur en hann varð níræður árið 2020 og man því tímanna tvenna.