Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru ófá hlutverkin sem hann söng á sviði. Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.
Héraðsskjalasafnið verður lokað 18. (frá hádegi), 19. og 20. september. Við starfsmenn safnsins ætlum að skella okkur á ráðstefnu héraðsskjalasafna, hitta kollega og fræðast um öll þau helstu mál er viðkoma skjalasöfnum á Íslandi. Við opnum aftur mánudaginn 23. september.
Ef erindið er brýnt má senda okkur tölvupóst (solborg@skagafjordur.is) og við svörum eftir bestu getu.