Stefán Guðmundsson fæddist 6. október 1907 í Krossanesi í Vallhólma. Stefán var stórstjarna í íslensku tónlistarlífi, hann átti glæsilegan söngferil bæði hérlendis og erlendis og þau voru mörg hlutverkin sem hann söng á sviði.
Stefán hlaut margar viðurkenningar fyrir söngframlag sitt, þeirra á meðal er Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sem honum var veitt 1940 og Stórriddarakrossinn árið 1982 og hina dönsku Dannebrog-orðu 1960. Stefán fékk heiðurslaun listamanna um árabil. Ógrynni upptaka eru varðveittar með söng Stefáns.
Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt ýmis gögn sem tengjast Stefáni, bæði úr hans fórum og annarra. Þá færu afkomendur Stefáns einnig Listasafni Skagfirðinga verk eftir Ásgrím Jónsson sem hafði áður verið í eigu Stefáns.